- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
22

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

A nývirkið bentu menn, ágæti að
Sins umbóta-tíma þeir dáðust.

En nú gerði sól-steikjan hlóð yfir lilað,
í hregginu veggirnir táðust.

1S8G

Kletta-fjöll.

I.

Rofar til rökkvanum,

Rísa úr mökkvanum
Vestlægar fylkingar fjallanna.

Feikileg, hróðug og liá,

Gnæf’ yfir gráþyrping staltanna
Þokuhjálm’ steypa þau,

Péttverptri sveipa þau
Fjúk-blæju ísfölum andlitum frá.

Horfa við suðrænni sólgeisla-blá
Austur um grund yfir græn-kolla hjallanna,
Lækkandi, liðandi
Lyftum frá sléttunni —

Lið sem með lotningu bíðandi
Alengdar konungs síns krýning að sjá —
Hretskýja hettunni

(iráserkur nyrzti einn bólstrar um brá.

Skörðótt og linjúkótt við himinin bera þau.
Helming af vesturátt þver-sundur skera þau:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0026.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free