- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
35

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þú blikar scm náttstjarna nafnlaust og kyrt,
Um nes þín og tangana mjóa
Þú lykkjar þitt mjúkbygða marar-þak slétt,
Svo máðum á sandbotni hvilist þú létt,

()g hælunum spvrnir við höfðana djúpt
Og höndunum strýkur við fjöruborð gljúpt.

Menn skilja ei sögurnar sagðar þér frá
Um sjáleik þinn eða þitt heima,

Kr oddfvlktu gæsirnar gustviðrum á
Með gargi yfir bvgðinni sveima.

Og lækur þinn sveinn, sem þú sendir þér frá,
Hann seitlaði um leynidal, týndist í á,

Og röddin hans dofnaði dvalirnar við
Og druknaði i háværum ár-strengja nið.

En þú, sem svo ljarlægt og afskekt þó ert,
Veizt altaf hvað veðrinu liður,

Og fyr en það kyrð-dofna fold hcfir snert
í flóðs-kviku barm’ þínum sviður.

Og æ þegar skúrirnar skara sitt tjald,

Sín ský, fyrir sólgöngu bauga:

Hver óbyrgður geisli sem gægist við fald
þér glampar í bládjúpu auga.

A blælvgnum morgni er frostið ei linst
Og fyr en að risin er sunna,

Um steinana vatnsbörðu i vikinni inst
I*ú vefur þinn iskögur þunna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0039.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free