- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
41

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sérhvert takmark sem mér vanst
Seint að ná, mér loksins fanst
Þó of lágt og lítils nýtt,

Lengra fram eg girntist brátt.
Útsýnið var ekki fritt,

Eða of þröngt og sýndi fátt —
Hæsta markmið hugsjónar
Haft i stiga að eins var.

II.

Upp’ um fjöll er ísfölt gráð,

Af er sólar gylling máð.

Raðast belti roða-dimt
Haufað skarir jökla við,

Eljum korgað, kulda-grimt,
Kyrðar-dapurt, þungbúið —

Slettir lofts á slétta spjald
Slikju-grænum, úfnum fald’.

Fjöllin undir ómlaus, kyr
Opna þúsund svartar dyr,

Sýna á hverjum sökkvi-dal
Sorta-skældan g 1 j ú fra- m 11 n n,

Hlið á mörgum hamra-sal,
Hruninn múr og rofinn grunn.
Fannaburstir bygðar hátt
Bjarma gegn 11111 húmið grátt.

Lærðirðu hér að lýsa vel?

Liðna skáld, sem drógst upp hel.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0045.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free