- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
40

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Unz hún skríður læðu-lág
Loftsins undir neðsta hjúp,

Þar sem skýja skugga-björg
Skorðar nóttin há og mörg.

Jökum líkt í lygnum sjá
Ljóma hvílir veggir á
Húsabæjum nokkru nær,

Neistar ótal l)lika og gljá
Út’ um sléttu-flæmið fjær:
F’ægðir gluggar stofum á.
Stjörnu-belti strjálu sett
Storðin glitrar hljóð og slétt.

Fyrir litlu létt og greið
Leið um þetta sléttu-skeið
Fanst mér vera — Finn það nú
Fótsár eg og móður er,
Sporaþung og þreytudrjúg
Þessi flata g’rund varð mér —
Ég með unglings augum þá
Æfi-braut hef’ litið á.

Engan há-dag enn var ég
Áfram kominn hálfan veg
Sem að morgni setti mér,
Sérhvert kveld var náttstað fjær.
Stór í liilling hæðin liver
Hærri sýndist mér og nær,

Við hvert fet sem fram eg sté
Fjarlægðist og niður hné.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0044.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free