- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
43

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og af rjóðri rósar kinn
Roðann allan horíinn burt.

Sérhvern fífil fölnaðan
Finnur þú, scm riddarann.

— Nú af hverri lægð og lág
Lyftir sér upp þoka grá.

Hlykkjótt gufu-belti breitt
Bakkafyllir djúpa á,

Kringum háa höfða sneitt
Hvrnur nesja og eyrar-tá,
í.engist hægt og hækkar æ —

Huldu-rák í dimman sæ.

Breikka og tengja rönd við rönd
Reykjar-hvel og gufu-bönd.

Saman heíir fært og felt
Feldi gráa í eina voð,

Yfir dimma velli velt
\ref J)eim liulið nætur goð
Öll er gengin austurslóð
Undir straumlaust þokuflóð.

IV.

»Hvort á eg heldur að halda
í hamarinn svarta inn«,

Ellegar ofan í bygðir

Par áður lá vegurinn minn?

Mig skiftir það litlu — min heimfýsi er ha^g —
Að húsdyrum hvers sem mig ber.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free