- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
44

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eg veit þar cr greiðvikni, gestrisni næg
()g góðfvsi til handa mér —

En þokan þar niðri er mörgu til meins
Svo manns-sálir þekkjast ei að.

Og rakkarnir gelta þar allir eins
Að mér þá geng eg í hlað.

Og dauf yrði vakan og drungalegt ílesl
Fyrir dottandi heimafólk, veglúinn gest.

I}ó sofna eg út frá því liálfnauðugt hér,

Þvi hjarta og viðkynning tengt við það er.

— En heldur vil eg þó halda
í hamarinn svarta inn,

?]n ofan í bygðir aftur
Þar áður lá vegurinn minn.

Eg veit að mig fjallauðnin kærulaust, kalt
Til hvíldar í faðm leggur sér,

Og það sem mér kærast var, einstakt og ait,
Að eilífu gleymist nú mér.

En þó að eg sofi rís sólin eins blíð
I sveit minni og þíðir upp kalt,

Og það sem eg unni hjá landi og lýð
Það liíir og vaknar saint alt.

Til hvíldar með hryllingu hugsar ei sá
Sem hjartað og viljann í starfinu á,

Sem finnur að dagsins vinna er vönd
Með veikluðum kjarki og skjálfandi hönd.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free