- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
57

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hve landið þitt vekur
Upp ársólin heit.

Sko, lúinn og roskinn
Er útdáið orð,

En æskan og þroskinn
Er heimsmál um storð.

í sjálfum þér daginn
Við sólskinið kveik,

Og svift eins og haginn
Burt náttþoku-reyk.

Drag heilsuna og ljómann
A hraustlega kinn
Og hitann og hlómann
í sál þina inn.

1895

Útivist.

Við nátlljós, því vagninn á vestrinu skín,.
Til vinnunnar göngum hér sveinar —

En náttuglan úrill í eikartopp hrín
Og úlfur i runninum veinar.

Og snjór er á jörðu og járnkaldan súg
Sem jökul-gust leggur oss kringum,
í bog-göngum skógarins mjallhvítum múg
Við mætum sem dansar i hringum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free