Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Xú skímar í austri, en skolgrátt er loft
()g skuggarnir bæla sig niður,
Og t’rostgolan blæs nú svo biturt og oft
Að brakar inn stálfrosni viður.
Og blóðrauðar glæður í blaðlausum skóg’
Sjást bjarma í upp-rofi nætur —
In svefnþunga desember-sól upp úr sjó
Um síðir er staðin á fætur.
En sígandi liálfmáninn sofnar nú fast
Er sól bjarmar skýglugga inn um
A náttvöku andlit hans bleikt eins og bast
Með bláleitar holur í kinnum.
Og snæfjalla bólstrar við blávesturs-djúp
Sig l)reiða að himninum víðum,
Með hábjartan dag um hvern náhvítan núp
En nóttina utan i hlíðum.
1895
Mansöngur.
Ef það er satt — sem almælt er —
Að alt ei rúmi gröfin manns,
Að til sé eimur eftir hér
Og einhver léttur svipur hans,
Sem slaldri eftir utan við
Ið afturlukta grafar-hlið.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>