Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Ef inni er autt uin salinn,
Eg una við það má
Að eiga allan dalinn,
Sem afrétt heima-smalinn,
Er sat á sumri hjá.
()g blómsturvöll mér velt’ um
Þar vorið fegurst grær,
Að sitja i hvamma keltum,
Að klifra í skógar-beltum
Og troða ei neinn um tær.
Þó skorti glauin og gesti,
Um grund, upp fjalla-tind
Eg renn með hund’ og hesti
— Þó hlaðna vegu bresti —
Og elti hauk og hind.
Ef finna fer til leiða
Því fjær er stúlkan hýr,
Er kvik og kann til veiða
Hún Kolbrún skóga og heiða,
Og veit hvar vættur býr.
Við allir yndis leitum,
Og auðnin þóknast mér —
Fyrst sanngirnin i sveitum
Er sett á stall hjá geitum
Er bezt að búa hér.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>