- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
67

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þú hátt upp um titrandi berg-snasir bylur
()g byltir við steinum og færir til klungur,

Svo steypist þú niður með knýjandi krafti
í hvít-freyddum hrönnum úr gilsins kjafti.

En hvað er það helzt, sem þú herjandi eyðir?

IJú hrindir hurt stíflum úr fauskum og limi,

Ur gilinu dauða og rotnun þú reiðir
Og rykfallið gróður-lif skolarðu brimi,

Og þungi þinn eykst þegar aftranir hamla
Að útflæma megirðu ruslið gamla.

Ef spjöll sjást í lit er það leirinn, forin
Sem löðraði gilið — en tær er þín alda.

Og væri ekki burt skolað sorpið og sorinn
Þá spryttu ei blóm upp úr hroðanum kalda
í sumar það skal eg með söngvum þér þakka
Er sit eg á þínum lilju-bakka.

En þegar að fórstu sem lengst þinnar leiðar
Og lægðirnar gerðir að farveguin breiðum,

IJá barstu út akarn um hrjóstur og heiðar
Sem hefir nú orðið að laufguðum meiðum.

Um bersvæði þúsund, i þúsundir ára,

Lét þúsund frækornum sáð þín bára.

Svo streym því sem ákafast! Ágætt er verkið —
Og áður en varir svo rennur þú hægra.

Pó enn sé á lofti ið eldrauða merkið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free