- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / II. 1869-1907 /
97

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kveldskemtun.

Til kveldboðs mig sumar-stund kveður
í kyrþeysins flugrúmu höll,

Og handa mér vermir svo veður
Pau verða mér hollsamleg öll.
í dældum að dögg verður kalt —

Hún sæld hetir alið í alt.

Hún sýnir mér blæjurnar bláar
Um breiðloft og grænskrúð um völl,
Og glitsauma gljáandi áar
Og guðvefjuð kveldroða fjöll,

Og hæðirnar heimilið við —

Sem kvæði er kveða um frið.

Og bláeygu tjarnirnar tindra
Sem tillit sem hugfangið er,

Og brosleitu bjarkirnar sindra,

Og brekkurnar setjast hjá mér
Með skautin af skrautblómum full —
Hver lautin er lifandi gull.

Mér vindblær með vængjaða fótinn
Lék vísu á blöðin á meið.

Hann kveður sér götu um grjótin,

Um grundirnar syngur sér leið,

Um ófærðir yrkir sér veg
Svo ólærður alt eins og eg.

Slephun G. Stephansson: Andvökur 7

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:11 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/2/0101.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free