- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
67

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

III.

Heimur, okkar höfuð eru ei sterk!
Hvílum oss við þessa talna-bálka. —

Það er sorg og sinnuleysis verk
Samanlagning skektra og langra dálka.
Viðrum okkur, sjáum þá hvað setur,
Sörlumst út, þó nú sé kominn vetur.

Er ei þessi grenihrísla græn,

Gegnum alt sem frvst og snjóað getur?
Ættkvísl hennar ólst upp sólskins-hæn
Áður en jörðin þekti frost og vetur.

Þessi breytti, í stopul-viðrum storða,
Stuttum vl i langan vetrarforða.

Ekkert guðsskjól gætir hennar í
Grimmviðrum og kófi norðandrifa —

Lif, sem hepnast, hallast sjálft að þvi
Hollvænasta, nær svo til að lifa —
Sólar-ylur bak við svarta börkinn
Býr i merg þér, iðja-græna mörkin.

IV.

I tiloftið hefir, heimur minn!

Hrest oss upp og liðkað hugsun alla.
Tifum létt á Ijóðafótum inn,

Ljúkum af um reikning þinn að íjalla —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free