- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / III. 1895-1909 /
125

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og stjórnvizkan hans stóra falst í þvi:

Að stela byr úr allra tlokka seglum!

En þökk fyrir alla áfram-göngu hlaut ’ann
Og almenns hróss við fvrirtafir naut ’ann.

Og bótatilraun sérhvers merkismanns
Hann mótstóð eða bevgði sér til þarfa,

Og semja sig að hentugleikum hans
Hver hugsjón varð, sem eitthvað þráði að starfa.
Og samt var engin af þeim glæstu fjöðrum
Sem á sig stakk hann, nema reitt af öðrum.

En árangurinn alls hans stælu-striðs
Var stjórn, sem lét þar alla báta íletja —

Og þarna sat hann, lausnarinn síns lýðs,

Og landsins stóra sál og frelsishetja !

Hans þjóðstjórn var við konungdóm i kyni,

Og livort gat rikt og sæzt á annars vini.

Sem ríkið, hafði hann úti allar klær
í öðrum flokkum, njósn í hverju skoti.

Og hann við það í hestakaup var fær
A hrekkjabrögðum, kæmi slíkt að noti
Mun andstæði og alræði það bannað
Að eiga mök, en sitja hvort um annað?

II.

Hún leið þar inn svo hljótt — og kvaddi hann
-Sem hefði ’ún upp i draumi óvart runnið,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/3/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free