- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
19

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Haustlag.

Svo skammdegis skugga-svört
Kr skrautleysan öll.

Svo deyjandi dapur-björt
Lykst dagsbrún við fjöll,

Er liallgeisluð sól skríður hnjúkunum á
Svo haustdægra-lág.

Á það, sem að enn er ei visnað, en vænt,
Finst vorbragðið skorta,

Á blæinn á öllu, sem enn stendur grænt,
Slær útfarar-sorta.

Og það er sem myrkrinu máttur sé að
Því miðaftans-tungli í hádegis-stað.

Flest

Gengur aflóa nú, og með uppdráttar-pest.
Alt

Er svo kirkjutíða-kalt.

Þýtur undan utanslæðing
Orgels-sog með hverjum næðing,

Loftið kljúfa köldu fangi
Kveldriður af éljagangi.

Skógur grænn og gras í haga
Steypir af sér fölsins froðum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0025.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free