- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
50

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II.

Enn skal glaðna glugginn þinn!
Tjaldið enn frá útsýn dregið
Eins og fyr, og morgun-degið,

Skin og birta boðin inn.

Myrkrið á hér ekkert sitt,

Það sem byrgja þurfi að reyna.

Það er engu hér að leyna,

Líkið skírt sem lífið þitt.

liafa að vísu um vangann þinn,
Þrautir sem þér vóru í verki
Vilt, um fáein rauna-merki,

Þó er samur svipurinn:

Öllum hörmum hærri ró —

Oft var mínum ástum hljóðum
Orðsins varnað — Nema í ljóðum
Helzt er örðugt auð-sagt þó.

Nokkur silfur-héluð hár
Þræða ljósra-lita skrúða
Lokkana, enn svo þokka-prúða,
Tákn um átta-tíu ár.

Bjarmar yfir ennið slétt
Ennþá sama móður-mildin,
Mannvits-þroskinn, hagleiks-snildin.
Þar var ekkert æst né grett.

III.

Veðrið syrtir aftur að,

Úti er komin hríðar-móða,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0056.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free