Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Sem að hefði sólin góða
Flogið með þig strax af stað.
Seinna þraut hún þá, en nú,
Þegar grasa-göngu rinda
Gengum heima, í fjallatinda,
Áður saman, eg og þú.
Fyrirgefðu, ef þyngra en þá
Drúpir nú í dögun kaldri
Drengurinn þinn, á sextugs-aldri.
Löng er brekkan, liðið á.
Þá var líka, þér við hlið,
Ungur fótur fær og léttur.
Fjalla-auðnin gaman-sprettur,
Tilhlakk, hvað sem tæki við.
Leit eg af hnjúki himin-bönd
Losna um heim — sem hugði tóman
Heiða-blámann, dala-ljómann,
Ljóss og fanna furðu-lönd,
Forvnð hafsins, fjörðum seymt
Upp á land, við ós og flæði
Alla mína landafræði
Nam eg þá, sem gat ei gleymt.
Yfir landauðn ljómi stóð,
Eins og bygð — sem æfin síðan —.
Ástin þín og veðurblíðan
Gerði hraun að sléttri slóð,
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>