- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
60

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þó himnar kliði og hel við fætur sjóði.

En lyftum þeim eins liátt og hæst þau ná,

Og hjörtun okkar gleði-leika slá,

Ef snildin finnur lag á okkar ljóði.

Víst ljómar sama sólin, fjær og nær,

Með sími skini víöar heimsins álfur.

En sér-tiltekna fegurð á sig fær
Af fjöllum íslands, morgunroðinn sjálfur.

Meö sveita-lög fer lind og voga-gjálfur.

Og högust eru heimatökin manns
Á hörpustreng, í lagi söngvarans,

Sem kveður við í hugum fólksins hálfur.

Vrið könnumst enn við, hver þann róminn á,
í livellum soll það íslenzk vitund heyrir —
Sem sýnir óplaust, ef menn vilja sjá,

Hvar undir brjósti nakin kvikan dreyrir.

Með kvein í brosi kjörum sínum eirir.

Sem vorblær leiki vísu sína í lilíð,

Um viku-sól en stutta sumartíð,

Og frjálsa yndið, áður en frostið reyrir.

Viö rönkum viö, ef asa-hláka lilær
í hnjúka-ám, í fjalla-ómum þínum.
í skörunglyndi lík og konur þær
Á liðnum öldum, sem úr lnig ei týnum,

Með frægð manns eða feigð í ástum sínum.
í foss hún getur bláan jökul beygt,

Er bani þess, sem hvorki er sterkt né fleygt,
Og manna-tjón á tæpra vaöa línum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0066.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free