- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
61

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vor íslands-drápa er ort um bræður tvo,

Sem örlög skilja, en söng þeim bezt og lengur,
Sem elskar hlíðar heimalandsins, svo
Hann hættir lífi og frekt á sættir gengur.

En varð af hrösun hugljúfari drengur —

Úr framgirninni og frelsisþránum manns,

Og fegurðinni á bernskustöðvum hans,

Býr undir kufli klökkur hjartastrengur.

Við eigum dreifðan mátt, en mikla von,

Um menning heimsins okkar skatt að gjalda.
Og kom þú snjall og ungur, Sveinbjörnsson,
Og syngdu okkar listadís til valda,

Og grafðu upp söngva-gullið okkar falda.
í lögum þínum liggi þjóðlegt fé,

Sem land vort á, og virt að dýru sé,
i baugatali ókominna alda.

1911

Síra Lárus Thorarensen.

Eg man, að “Brim” hét litla ljóðið þitt,

Sem leit eg fyrst, í blaða-slitrum mínum.

Af ýmsum kvæðum, undir merkjum þínum,
Sem fóru á eftir, til að sýna sitt,

Og lágu oftast undir sama slagið,

Á óð og hljóm var tíðast þannin hitt:

Sem söngmaðurinn ljóði undir lagið.

Stephan G. Stephansson: Andvökur 5

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free