Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Og líkast því, sem heilsi manni nú
Á hverju rúmi raddir vina sinna.
Landnáms-min ni.
— Aldar-afmæli Selkirks jarls. —
Ef landnáms-menn, við hundrað ára livörf,
Af hrósi sínu mættu óminn heyra,
Þeim findist eflaust gylla gjaldlaus störf:
Hvað grafnar dygðir láta vel í eyra!
Að setja, um þau fyrirmenni, fund
Hver fær um væri, skjötlist íslendingum?
Sem vita glegst, að það er landnáms-lund,
Sem lávarðs nafnið prýðir góð-minningum.
Og tilhald er um tóftir Selkirks jarls
f túni grónu, þar sem norður falla
Þær Nið og Móða, um miðja breiðu dals
í mörk og sléttu Vínlands, austan fjalla —
Hann manna fyrstur fararhugann gaf
Því fólki, er landið unnið hefir þannin.
Og frumbýlingnum frægðin stafar af,
Svo fellur ljómi á daufan aðalsmanninn.
Og frumherjanna uppihald í eymd
Til æfintýra manndáð vora lokkar.
Og störfin þeirra, bæði geymd og gleymd,
Vort gengi urðu og landvættirnir okkar.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>