- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
62

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þú áttir víst svo víöan unaðs-heim
Sem veldi sæs, frá hásýnustu björgum.

Varst ljúflingur hjá listadísum mörgum,

Og vonin þeirra og velkominn hjá þeim.

Æ, eg veit svo vel, að í því skyni,

Á víxl þér buðu sömu-tímum heim
Þau söngur, ljóð og saga, ungum vini.

Og vel eg skil, hve happ það lilífði þér,

Svo hugur þinn ei stóð sem vængur klemdur,
Að ýmsum minna varstu skóla-skemdur
Af skóþrengslum, sem fræðslan okkar lér.
Þú lagðir víst á lífið rúman kvarða
Og lóð, svo að þau jafnvel náðu mér!

Með barns-vitið mitt geymt — en utan-garða.

Þú keptir heim, í legreit eöa líf.

Þér lífsvon hélztu móðurjarðar strendur
Og bræðramundir mýkstar læknis-hendur.
Svo barstu af þér banalögin ríf.

Þau kaust að hníga á þinna feðra foldum,

Ef fengist engin meinabót né hlíf.

Því greftrun þar, er gröf í vígðum moldum.

En þér varð óskin óvinnandi sú,

Ei entust þangað flugmóðs söngfugls lungu.
Svo nú á brimið þína þýðu tungu,

Og því er raust þess stundum klökkva-ljúf —
Og loks finst manni létt til allra kynna,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0068.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free