- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
91

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En missa samt af meira en hálfu liði
Til manntaksins — þó heildin sé of fá —

Með skyldu-kvöð: að beygja bakið á þér,

Við bogrið nið’rað altarinu hjá sér.

Þið metið lífið, líking næsta sanni,

Og löngun hvers, að reynast skár en fyr.

Þið synjið um, að sveia nokkrum manni,

Þó setji ei krossmark yfir hverjar dyr.

Sé hönd hans traust, er trú hans ei í banni.

Um tjóðurböndin engin sála spyr.

Þið gleðjist við hvern vilja frelsis-þorinn,

En vítið minna útafskeifu sporin.

Þið gerðuð frjálsan guð í veröld sinni,

Og grynt þið hafið yztu-myrkra völd.

Svo verður ýmsra félags-frægðin minni
Á framleið okkar, þegar liallar kvöld —

— Manns hólpnust bæn er: bros við framtíðinni,
Á batavegi. Slíkt sé þetta kvöld!

Þó heimskan endist elztu mönnum betur,

Hún yfirlifað sannleikann ei getur.

1916

Lestrarfélags-ljóð á sumar-samkomu.

Við ýttum Vestur-álfu til
Frá íslands köldu ströndum.

Og margur flutti minni yl
Frá miklu hlýrri löndum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0097.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free