- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
92

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Við fundum, að í hörkum, hag
Var hlýjuna að geyma
Frá ljósa-aukum við lágan dag,
Og langeldunum heima.

Um sjálfsdáð þar var sér um vert,
Og sálin heima fengin.

En hér er alt með handiðn gert,
öll hugsun skólagengin,

Og ekkert hér með lagi lært
Sé los á kenslu-böndum.

— En ekki í horf það okkur fært!
Og á því skeri ströndum.

Við lógum okkar lista-gjöf
Af lifandi manna orðum —

Svo með oss varpað verði í gröf,
Sem vopnunum góðu forðum.

Og öldin hrópar, hljóðafull:

“Þeir hærra spenna bogann,

Sem ætla, fyrir erfða-gull,

Að eignast vafur-logann!”

Þó okkar fari að fækka spor
Um fyrstu sumardaga,

Og spyrjast ljóða-lokin vor,

Og lesin út vor saga:

Skal alt til þess, að að er sezt
Við íslenzkt sumar fagna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0098.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free