- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
93

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— Ef “feigur svanur syngur bezt”,
Með sæmdum gefst að þagna.

1916

Gert til Guðmundar Finnbogasonar.

Þér, Guðmundur, við góða heimför kjósum
Og gæfu-lengd, að skilnaði í kveld.

Þú Fjölsvinnur, sem átt þann liugar-eld,

Að gagnsæ orðin okkar verða að ljósum.

Og tak sem vorkunn, að þú ferð oss frá
En færð oss smátt af auðlegð þinni að mæla
Að fá að tæma alt sem maður á
Af andans gjöf, er helzta lífsins sæla.

Að tekjulaust er gullið vits og vona.

Að vita það, en leita og grafa þó,

Og þykjast aldrei nema af því nóg,

Oss finst það heimskt—En samt er það nú svona:
Þá eignin manna öll er reidd til þings,

Og erfða-minning skiftir sanngjarn dauðinn,

Við kysum sögu-sæti Þveræings
Oss sjálfum, fyr en Möðruvalla auðinn.

Við stöndum hátt á hálsi þeirra goða,

Sem hátignasta vona kunni sér

Vor feðra-sveit — það setur grun að mér:

Að gengin forlög framtíðina boða.

Stephan G. Stephansson-. Andvökur 7

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0099.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free