- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
99

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jón Hrafndal.

Eg hitti þig, í flýti feröalagsins.

— Með fálund minni tók eg eftir þér —

Þú ranst mér upp, sem hvíta hversdags-dagsins,
Sem livað býr hjá ei lætur merkja á sér.

Þar er sú hægð og hvergi skýjabakki,

Að hugboð manns það óvissunni fól:

Hvort undir loftsins lygnuslétta stakki,

Að leynast muni skuggar eða sól.

En það er, sem sú hula í unað hjaðni,

Og hærra vonum ljómi dagur sá,

Og sérhver stund á götu okkar glaðni
Við góðan dag, því meir sem líður á.

Og hvernig vafði ’ann vorblæ svona í róminn,

Og víðsýn gaf, þar maður þoku kveið?

Og hvaðan fékk hann fræ í öll þau blómin,

Við fætur hans sem sprungu út á leið?

Og þú varst, Jón, á götu minni gleði.

— Að grafreit þínum eg með hugann næ —

Og það var skáld og skyn í þínu geði,

Svo skírt og rótt, með Islands heiða blæ.

Og einn á bát þú hittir liinzta miðið
Og liáðir stríðið út með glaðri ró,

Er dauðinn þér, með blíðu, benti á hliðið,

Að banasæng, í værum kyrra-sjó.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0105.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free