- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
100

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eg minnist þín, með hug til heilla-dagsins,
Sem lijá mér gekk, með vorsins frjálsa yl,
Frá morguns-ári, út til sólarlagsins,

Sem enga hrollstund bjó, að muna til.

191fi

Jón B. Jónsson.

frá HéSinshöfía á Tjörnesi. Dáinn í Smithers á Kyrra-

hafsströnd.

Til greiðvikni búinn og boðinn
í borgara þvögu hann stóð.

Sem hver, undir túnfæti troðinn,

Með torkendan yl sinn og glóð.

— Hjá fólki við frerann og bylinn
í frostliýsum rökkvaðra kota —

Með velkomna orkuna og ylinn,

Sem aldirnar vissu ekki að nota.

En aðkoman vænkar, að vita:

— Og viðstaðan gerist svo hýr —

Að kaldblásin hlíð, yfir liita

Og hlýindum útsvæðið býr,

Svo öll verður lilíðin og heiðin
Þér heimkynnislegri á Fróni.

— Og útlegð manns gladdi eins greiðinn
Og greindin og alúð hjá Jóni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0106.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free