- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
103

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ef að okkar hefði ei hönd
Haldið þeirra veiði,

Ríki þeirra, lög og lönd
Lægju sum í eyði.

Sagan vottar, sannleiksgjörn:

Við sigrum ýmsra tála
Þeir buðu löngum bezta vörn,

Sem bara gengu á mála.

Jóhann, hvorki af dygð né dug
Dró, að fylgja mönnum.

Fáir áttu heilli hug,

Hollari sínum grönnum.

II.

Þeir, sem gafstu glöggva sjón
Á glysinu útlands tála:

Gleyma þér ei, gamla Frón,

En ganga bara á mála!

1918

Söknuður.

— Sent A. E. vit5 frétt um lát konu hans. —

Eg vildi gjarnan hugga. En hlýt að þegja!
Svo hönd eg rétti. Mannraun þína skil —
Þinn dýpri harm en hægt er mér að segja
Og huggun stærri en eg á orðin til:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0109.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free