- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
102

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nú er ei kveikt, þar kró hans var,
Kveldljós glugga-fögur.

Framar enginn opnar þar
íslendinga sögur.

Þar er hljótt, sem hátt um borð
Hávamálin sungu.

Nú hafa fyndni og frjálsleg orð
Fjötrum bundna tungu.

Skelfdi hann brott af skrópadraum
Skrök úr hispurs-sálum,

Hans er lék við lausan taum
List að gletnismálum.

Engin sæmd þó varð þess vör,

Þar væri liætt að glatast,

Sem við heimskra hlægi-svör,
Hugans grómi atast.

Mér fanst þrátt, í kveldsins kyrð,
Er kátt við um oss gjörðum:

Að kominn væri í Harðráðs hirð

— Hans Haralds — út’í Görðum.

Kendum við — ef kaupið var
Kvabblaust gott að hafa —:

Að við vórum Væringjar,

Verðir lendra Slafa.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0108.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free