- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
107

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Er sem nornir hverful-happa
Höggstað kjósi á gerfileika,

Og í flokknum fremstu kappa
Fýsi að leika sízt til reika —

Því er einatt, vaska vörnin
Vegsemdin um unninn björninn.

Hvað er þó að því að finna,

Þrasa um snildir heilla-ringar?

Ef með rúnum rauna sinna
Ritu sögur íslendingar —

Helzt við þær við af því unum,
Oftast lesum, gleggvast munum.

Feldir þú ei hug við hreggin.
Hafðir lag í tæpri sennu,

Eins og Kári, á vona-vegginn
Varpa þér, úr hverri brennu —
Enn, á meðan ásinn brennur,

Upp kemst hann sem léttast rennur.

Verið hefir öllum öldum
Æfintýri slyss og nauða,

Gulls að leita í gæfuköldum
Greipum ísaðs vetrardauöa —
Sumir frá því náðu naumast
Níu sigur-fet að laumast.

Þrotinn Vestmanns-þátt að saka
Þarflaust er, með neinu voli —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free