Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Ef við sýndum feimni í fasi,
Fyrirgefðu það —
Kot-börn líta undra-augum
Álfhól, fyrst í stað.
Oft í bláskóg’ fram í fjarlægð
Fanst ei vaxin björk.
Lindar-hola, í hilling verður
Haf, í eyðimörk —
Haf í víðri eyðimörk.
Nú skal bera á borð með okkur
Bót við numinn auð,
Margar aldir ósáð sprottið
íslenzkt lífsins brauð:
Alt, sem lyfti lengst á götu,
Lýsti út um heim,
Nú skal sæma sveitir nýjar
Sumargjöfum þeim —
Sumargjöfum öllum þeim!
Fyr var rausn, að leggja í læðing
Lýði, storð og höf.
Nú á sigrum senn að ráða
Sátt og vinagjöf!
Áður þótti frægð, að falla
Fyrir völd og trú.
Mest er sæmd sem lengst að lifa
Landi sínu nú —
Landi sínu gjöfull nú!
Stephan G. Stephansson: Andvökur S
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>