- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
156

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Út í loftið.

Láttu — veður og vind
Við þér taka og henda
í bygð eða á bjarglausan tind —
Kvíddu ei livar munir lenda.
Hristu af þér, hjartað mitt,

Allan harm þinn í ókunna geima!
Alt ólánið þitt
Hangir á þér heima.

1911

Gamall mansöngur við rímnalok.

Hvorki var eg kreima sönn
Né kempu maki.

Féll þó létt, að eiga önn
Með alt í taki.

Fyr var kátt, er kvæðið beið
Að kljást í hætti,

Ef að tún og engi um leið
Rak eftir slætti.

Dagur festi ei svefn í sveit,

Né söngva-gnóttin.

Döggvuð leitin, ljárinn beit,

Og ljóðbjört nóttin.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0162.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free