Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Lék við hreim og ljóðföll ný
Minn ljárinn skammur.
Opnaðist heimum hugans í
Hver huldu-hvammur.
Oss varð ljóðið mannsöngs margt,
Og mækja-glymur,
Ásamegin, þreki þarft —
Sem Þórs í Vimur.
Stoltur lagði eg, hringa-Hlín,
Minn hug að sýna:
Kaupið mitt og kvæðin mín
í kjöltu þína.
Eins og skip minn óður fer,
Sem enginn stýrir.
Hugur fljóðs er horfinn mér,
Sem hættir dýrir.
Mér finst sjái eg mína önd
Við molduð hrófin,
Sem hruman farmann hökta að strönd,
Og horfa á sjóinn.
Kveð eg þig, ljóðglöð liljukinn,
Úr leiknum strokinn —
Dansaðu síðsta sönginn minn
Við sögu-lokin.
1911
Stephan G. Stephansson: Andvökur
11
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>