Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Hrist og vafin fram um kletta-göng,
Úða-fext og iðu-liðalöng —
Fáfnir, sem að brýzt um milli bakka.
III.
Stautið um þann veg, sem vísar lægst,
Væri okkur “Sípíar” ei þægst,
Upp’ á hnjúknum efsta vildi eg þrauga.
— Ekki til að gá um himna-veg,
Heldur hversu hýr og tiguleg
Jörð sé furðu- og fagur-skygnu auga —
Þeim, sem upp í eyði-loftin há
Efsta dregur þoku-tjaldið frá
Hvítum ársal upprennandi sólar,
ískrystallar breiða skógar-hlíð,
Undir hamra hengi-flugin víð.
Mæni-fjölin fannbólstraðir hólar.
Aldrei mældi hind, hvað sé ‘ann liár,
Hugur manns er einn svo brekku-frár —
Hér er jökul-garðsins efsti endi
Yfirgnæfur, þektur vítt og breitt —
Helzt við getum eygt og nefnt það eitt,
Sem að tyllist ofar undirlendi.
Þarna sofa, svifnir ofan ský,
Sólargeislar, fangi dauðans í.
Væri ei dramb, á dags- og jökul-mótum
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>