- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
211

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og sólskiniö bjartast og blátæran dýpst,
Og breiðast um miðin og fríðast til dala.
Nú eiga þau heimili, og höfn fyrir sér,
í heiminum úti þó langt kunni að sveima.
Og fær er hver vertíð, og veður sem er,

Ef von á að sækja í skjólið sitt heima!

1914

Heljarhlið..

I.

Eg sendi hug í hafrót kveldskugganna
í húmsins álfu, næturdjúpin við,

Til lands sem snýr að dægra-mörkum manna
Úr mistrageimnum, sinni dimmu hlið,

Þar uppgangan er ein: um dánar-rið.

En sérhver rim þess röð á kólguskýi,

Sem risi hamar yfir botnlaust djúp.

Og liaftið efsta, skarð að skógarstígi
Um skugga-pálma og lauftjöld niðurdrúp,

Þar ljós og grænka ganga í svörtum hjúp.

En Samas björt, með blæju sólarmyrkva
Sér breidda á andlit, verndar opið hlið
Að aftni dags. Svo alt ið stolta og styrkva
Því stilli-milda hafi ei sífelt við,

Svo eilífð þess sé utandyra-bið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0217.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free