- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
212

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Á reynslu-steinspjöld margra manna-aldra
í máltök styztu boðorðin hún reit,

Og lét svo á þeim aðspurningum staldra,

Og utan-grinda þessa föru-sveit,

Sem flyzt af jörðu —: sálna í landa-leit.

Um bakka Efrats, Babýlonar garða
Þau boðorð gengu, og vóru þá ei ný.

Og himinn lét þau Hammúrabi varða,

Sem hans að boði reit þau grjótið í —

Og Móses braut þau seinna, á Sinaí.

Á færri, en hærri, hæðir áfram líða
Hún lnigi lét, og styrkti munninn þann,

Sem orðin fann til, tvö úr tíu að smíða,

Sem toga-nægan lagastaf á mann:

Að óttast guð og elska náungann.

II.

Minn andi flaug um óframkomnar tíðir
Að óra-ströndum þessa spurnar-lands,

Og kvaddi vörðinn, þann sem hlið það hlýðir,
Til hlíta-svars um inngangsleyfið manns:
Hver trú, hver lög sé lyklavaldið hans.

Og svarið fékk eg: “Það eru ei þessi tíu,

Úr þjóðlífs-högum sprottin langt í burt.

Né skemri talan, tvö — þau seinni og njýu,
Sem teljast vera — Að engu slíku er spurt!
Því sérhver kenning sett er hér um kjurt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0218.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free