- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
214

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Oss finst nærri gæfa, að verða að gista
Gadds og vetrarlönd, og sífelt því
Eiga sælu sumardagsins fyrsta
Sólskins-næmum tilfiimingum í.

1914

Sonur spámannsins.

Okkur er sagt: úr syni spámannsins
Sörguðu lífið menn hans lands og kyns —
Áður en þó að gröfin hans varð græn,

Gengu þeir til og lögðust þar á bæn.

Gryfjuna hans þeir gerðu að helgum stað —
Göngumann nokkurn bar þar seinna að.
“Hví,” mælti hann, er moldum sté liann hjá,
“Myrtuð þið þann, er trúðuð svona á?”

Hendina lögðu lijartað flestir á,

Hrópaði svarið hver sem betur má:

“Það gerðum við að stytta tíma-töf,

Til þess við mættum dýrka hann í gröf.”

Þó að eg rifji upp þessi gömlu svör
Þannig, og sýni kímnis-bros á vör,

Hef’ eg þó auga á öðrum nýjum reit,

Innan við garð, í minni heimasveit.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0220.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free