- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
6

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og kirkjunnar særingar þrumdi yfir honum,

— Á katólskri latínu og víxlaðri, að vonum —
Og “Máríu-glóríur” “dýrlinga-dikta”.

Á Djöfsa og mannorð hans flest átti að “sigta”.

En haft er það eftir þeim eldgamla púka,

Að ilt hafi verið í skáninni að húka.

Og stundin á Sæmundar altari inni
Sé aumasti kaflinn í hunds-æfi sinni.

Og eg skal ei rengja þig, öldungur ára!

Því ímyndað get eg mér leiðann þinn sára,

Að hlusta á þau rakalaus ranghermi, undin
í ræðu og kvæði, og dúsa þar bundinn!

Og þú! sem þó hafðir alt viðstaddur verið
Frá veraldar upphafi og “lagt til í smérið”,

Og vissir alt sannara, og Sæmundi betur,

Sem sagði eftir öðrum. Þér lái hver getur.

Og eins, þó að síðan með sumt hafi lagast
í Sæmundar fræðum, sem í þurfti að ragast,
Svo langt var þá til þess þau létu sig vígja,

Þeir Lúther og Channing og “guðfræðin nýja”,
Og ekkert í biblíum búið að grauta,

Né Baur eða Harnack þá farnir að stauta.

Og eg get því síður að sút þinni hlegið:

Eg sjálfur hef’ með þér í skáninni legið,

Og stundum á ölturum — óæðri og háum! —
Alt öðrum en þeim, er í kirkjunni sjáum.

Og múlbundinn hlustað á hégilju-blaður,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0010.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free