- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
7

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Frá heims-lygum niður í búrsögu-þvaður.

Því synd var að æsa þann óvita að hrína,

Sem ekkert gat lært nema hárvissu sína.

Svo eg hefi setið og þolað og þagað,

Sem þú fyr hjá Munda — En górnana nagað!

En þú! sem ert bráð-fleygur, heitmjólkur-hlekki
Hafðir um vængi, svo það gaztu ekki!

1912

Þorvaldur blönduskáld.

Þó að reiðist ríkið alt og hirðin,

Ræðst eg í, að flytja þér minn óð,

Þótt að verði kannske kringi-yrðin
Kvæðamannsins lögð á borð við hnjóð.

Látinn varðst þú verða fyrir halla,

Veit eg það! því hirðskálds tunga hver
Hengdi á þig einan sína galla:
Auka-nafnið, sem að hún gaf þér.

Þú hefir ofgert, það sem stendur ritað,
Þínum skáldskap reiddi betur af,

Hefði oftar vinstri höndin vitað
Vel að merkja, hvað sú hægri gaf.

Víst er, skáld, að skreppu þinni gaman!
Skranið sumt ber átu-vott af maur.

Þar er raunar ruglað víða saman
Ryði og gulli, demöntum og aur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0011.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free