- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
15

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sem himininn opinn þar standi.”

*‘Og þó er mér um og ó!

— Af ást minni stendur mér vandi —

Nú á eg sjö börn í sjó,

Og sjö börn á landi.”

III.

En ekkillinn reri hvern morgun til miðs,

Úr mardýpi hagsemd að ausa,

Þeim vanfósturs-börnunum beygðu til liðs
Og búinu húsmóðurlausa.

Hann jafnkeypti lagarins lognöldu-ró
Við leiði um brimgarða voða.

Nú tók ’ann sem hollvinum heiftinni í sjó
Og hættunni í ókleifum boða.

Hann uppgafst, að liggja með landsetu-bönd,

Þó löður og veður sig ygldi.

En menn kváðust horfa á það, heiman frá strönd,
Að haf-gýgur bátnum hans fylgdi.

Hún leið fyrir skut hans í land-stefnu núps,

Þó logn-þokan slettist í hauga,

En þegar frá strand-lendi stakst hún til djúps,
Var stundum sem tár hrykki af auga.

En þegar hann sat, þar sem veiðigengd var,

Úr vatnsbláma-djúpinu stóru

Hún fjöl-litar skeljar í bátinn hans bar,

Sem barna-gull fegurstu vóru.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free