Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
IV.
Þó sökt hafi öldum í gleymskunnar-glæ,
Þau gröfin og hafið og þögnin:
Þá gengur hún enn um hvern íslenzkan bæ,
Með ítrekað viðkvæðið, sögnin:
Mér er um og ó!
— Af ást minni stendur mér vandi —
Eg á sjö börn í sjó,
Og sjö börn á landi.”
V.
Svo eigum við bústað í bænum,
Og barna-von týnda í sænum —
Við köfum, þó kólgurnar brotni,
Og komum með leikföng frá botni.
Við höldum að barns-lundin fagni því fé,
Er frá hverjum sé það, hún gizkar.
Við trúum, að skran þetta skilavert sé:
Flest skeljar og hörpu-diskar.
Og við tökum land — unz við siglum fram sízt —
Og samt er vort fegins-orð hóflegt,
Eins færir að sökkva. Við vitum það víst,
Að vatnsþyngsla-dýpið er rólegt!
Og þó er oss um og ó!
— Af ást okkar stendur oss vandi —
Því við eigum sjö börn í sjó,
Og sjö börn á landi.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>