- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
30

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

"Héðan falla öll vötn til Dýrafjarðar.”

— Islendingadags-erindi. —

I.

Steinsnar o’n í heima-hlaðið,
Heiðin rötuð, slarkað vaðið.

Nærri fullefnd, hugföst heitin
Hjartastrengd við æskureitinn.
Heimþrá átti fult í fangi
Ferð þá með — á lestagangi!
Héðan sá hann sólskinsblíða
Sveita-fangið grænna lilíða —

Upp til hafs og inn um skörð
Dagaði allan Dýrafjörð.

Fegni hans varð fall á orði —
Fylgdarniaður skemra horfði:
“Þótt að bilið mælist minna
Milli þín og heima kynna,

Fjær er heimvon! Fram eg eygi
Fyrirsátur skamt á vegi.

Snúum frá, svo fjöri ei týnum!
Feigðin undir túngarð þínum
Heldur á þér varan vörð —
Dauðinn ver þér Dýrafjörð.”

“Heldur bíð eg hinzta skaðann
Hér, en snúi aftur, þaðan
Sem til Dýra-fjarðar falla
Fossinn sé og læki alla.

Sérhvern dropa þrífur þráin,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0034.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free