Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Sér að ýta að eyra
Yfirmanna sinna
Flest hann vildi vinna,
Verða grey að meira.
Alt sem þjóð hans orðið gat til háðs,
Ýkju-drýgt til hæsta markaðs bar hann.
Sú var ljúf í leiðindunum varan,
Jafnt að öldri og rekstri stjórnar-ráðs.
Að í kjöltu konungs-miskunnar
Krypi fólk, var bótin meina hverra.
Göfugt launbarn einhvers erlends herra,
Sagði hann alt, ef efnilegt það var.
Fermdur fyndni-orðum,
Fífl á snöpum loddi.
Sníkja, af annars oddi,
Alls sem datt af borðum.
Sagði: af Sunnlendingum
Sjóvetling nú flettan,
Lækkuð lambhúshettan
Líka á Norðlendingum.
Svo var honum innrætt ómegðin,
Að hann trúði viðgang lands það tefði,
Ef að karl í koti sínu hefði
Annað vit og vilja en kóngurinn.
Þungt í höm hans hafði lagst, að er
Hættu-stórt inn ill-volduga að styggja.
Fyrirleit þá þrjózku, tregt að þiggja
Eign og forsjá æðra valds á sér.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>