- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
58

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ótíðindi að segja —

Hreykni að skömm og skaða,
Skapraun hver til gleði
Var ins varhlutaða,

Valdi er yfir-réði.

Laufey hafði átt þau erindin:

Yfir Steina hættu-för að skína

— Hans, sem yrði bráðum bóndinn sinn —
Breiða á leið hans ástar-kveðju sína.

Góðar nætur, gengi sérhvers dags
Gefa, og heim-bros afturkomu-fegnum.

Vernd og kvæmd, úr klípum ferðalags,
Kossinn sinn, að vegaleiðslu og eignum.

Björg fann beyg — sem tefði
Bugað þrek við rakna —

Eins þó oft ’ún hefði
Orðið svona að vakna,

Sína að sigra og þekkja
Sorg, við ill-sköp landsins —
Langrar-æfi ekkja
Ágætasta mannsins.

Fyrir öllum erfðum hans að sjá
Átti skyldu: Lífsvon þess að treyna,

Sem að óstyrkt undir höggi lá,

íslenzks mannblóðs — Tapa, en sífelt reyna.

Þrjózkast við, svo landið lifði af —

Loksins hvarf hún inn að rekkju sinni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0062.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free