- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
59

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hversu vært, á vangann, Laufey svaf,
Væn og ung, á koddanum þar inni.

Hverfð að hvílu-stoðum,

Hvít í morgun-ljóma,

Sem úr vorsins voðum
Vaxinn knappur blóma.
Prúðhærð, léttbrýnd lá hún,
Láns-barn hvíldarinnar.
Værum blund’ ei brá hún,
Björg þó gengi innar.

Varð ei þrætt um það, hún væri fríð,
Þar sem hana klæddi morgun-sólin —
Ljóða-Edda, aldið penna-smíð,

Upp’ á rúmstokk hélt sér fast í stólinn.
Hún var opin enn, við kunna grein,

Um að Helgi, á sinna daga banni,
Bana-særður sat við Frekastein:

Sváfu og hefndir gifti öðrum manni.

Björg úr rugli rétti,
Rúmklæðin á henni,

Kúr’ðan koddann slétti,
Klappaði á enni:

“Lyftrar morgun-lýsu
Löngu síðan gætti!

Svafstu vel að vísu.

Vekti ei þig, ef mætti.”

Laufey vaknar. Skærum augum í
Óðum sýndist drauma-bláminn fjara.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0063.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free