- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
61

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sælast væri að sækja
Sess og bónda-kossinn.”

Björg lét hníga að barmi sínum milt
Bljúgan harm og sviftra vona reiði,

Meðan félli í faðmi sínum stilt,

Fyrsti skúr úr dimdu æsku-heiði.

Beið, sem sólroð, unz að upp var stytt —
“Ástir slíkt við fyrstu reynslu segja.

Er hún lengist, læra að stærra er hitt,

Lifa sínu kærsta, er hlaut að deyja.”

“Þótt að þýið flýi
Þeim á vald, sem hyggi,

Verjandans í vígi,

Valur snauður liggi,

Meiðsl og mein þó standi:
Móður-hjörtun glöggu
Firra föðurlandi
Falls, með — barna-vöggu.”

‘Þá er hinzta lands og lýðsins gröf
Loksins tyrfð, ef móður-erfðir dvína,

Sem að niðjum geta í vöggu-gjöf
Gefið minning, slíka eins og þína.

Aldrei deyr úr sögu sigurvon,

Sem á stöðugt nýjan mann í skarðið.

Lífuð framtíð fóstrar annan son
Fyrir hvern, sem litlu bættan jarðið.”

Laufey fanst hún finna
Fró við Bjargar ræðu,

Stephan G. Stephansson: Andvökur 6

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0065.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free