- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
63

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hol-götur frá vaði —

Björg og Laufey báðar
Biðu út’ á hlaði.

Þar fór Lárus. Leitum snúinn frá
Lesta-sveitin, einkis-vör hvar feldist,
Það sem horfið hafði framm’ í á —
Helzt var sýnt, að norðurförin dveldist!
Valdið týnt, og höfuðlaus var her,
Herra-tignir allra kannske í veði.

Óvíst mál, hver mætti smeygja sér
Mjúkinn í, hjá þeim sem næstur réði.

Líksins varð að leita
Líka. Aftur ríða
Suður. Út til sveita
Sækja lið og bíða —

Vita feng sinn falla
Fyrir slysið þannin
Illa beit á alla —

Enginn syrgði manninn.

Þyngstan huga sér hver samt þar bar
Sveina til, er leiðtog slík þeim vóru.
Glópskan þeirra völd að þessu var,
Vandræðanna tvísýnunnar stóru.

Lárus átti hæst í húfi þar,

Heiftin var hans ráðaleysi að brýna.
Halli, fíflið, fann hve sárt það skar,
Fyrir þetta að missa útgerð sína!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free