- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
77

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hvor sem þrýtur þá að svara,

Þú eða eg, á glæ skal fara.

K o 1 b e i n n :

Þá skal efna að upphafinu:

Út kem eg frá dagsverkinu,

Þegar á kveldi, kuldagjörnu,
Kolblámar um vestur-stjörnu.

Áskil mér svo annars-vegar,

Úti skuli rimman, þegar,

Þenur yfir Þverfells hyrnu
Þverri-máni, feiga glirnu.

G a m 1 i :

Þér skulu veitast bragar-bætur
Botnins, fyrri helming nætur,

Eg mun svara síðstu hending
Síðan, fram að mótsins ending.

K o 1 b e i n n :
Skömtum jafnt, svo skakki ei halli,
Skiftumst á með sjávarfalli —

Þú skalt aldrei, illu feginn,
ísland teyma á refjaveginn.

G a m 1 i :
Kolbeinn, svaðil-söngva sterki,
Svíkstu nú ei undan verki!

Stephan G. Stephansson: Andvökur

6

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0081.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free