- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
92

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þegar hríðar skafla skriðu
Skelti yfir frosið þakið,

Og við stormsins trölla-takið
Tóftar-veggir fengu riðu:
Voðahrylling, hver ein stroka,
Henni fanst sig nísti inni.

Eins og væru menn að moka
Mold á hann, í kistu sinni.

Meðan upp úr frosnu fenni
Fyltu gúlinn rokuhviður,

Eins og dytti ofsinn niður
Augnablik — sú ró varð henni
Stundarhlé, í hræðslu-lúa.

— Hlustun tóm, ef úti kyrði —

Sem það hríðar-hik að rjúfa
Hugsuð von og bæn ei þyrði.

Er úr móki maðurinn veiki,

Mitt í lestri, spurn þá gerði:

“Kom ei Ingi? Ætli ’ann verði
Úti, í þessum grimdarleiki?”

“Hann hefir náð, í byrjun bylja,
Bæjar til, á miðjum degi,”

Sagði ’ún örugg — Varman vilja —
Vonleysuna sína eigi!

Þegar lýkur hún, og hættir
Húslestrinum, upp að rísa,

Skreppa fram og láta lýsa
Ljósið, út um hálfar gættir,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0096.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free