Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Framan í nætur niða-myrkva
Nístings-frost og hríðariðu.
Hana í voða, vöku-styrkva
Verkin gerðu. Og stundir liðu.
Hugur lét ei hana kyra:
Hlynna að sjúkum, standa á erli.
— Nóttin varð að fóta-ferli,
Flótta milli rúms og dyra.
Loks sást morgun-grámi, í glugga
Gegnum snjóinn, þokast vestur —
Dagur kom, ei hana að hugga,
Hríðin söm, og enginn gestur.
III.
Aftan þenna, einn við lestur
Efstabæjar næturgestur,
Reyndi að dylja raunasvipinn,
Rólegur, en nokkuð hnipinn.
Ferðakapp hans komst í vanda,
Kyrsett þar af húsráðanda,
Er hann vildi út í bylinn,
Erindis við loka-skilin.
“Hæpið var þú hingað næðir
Húsum. Þú í dauðann æðir!
Hér var fyrir ferðagestur
Fullorðinn, sem upp var seztur.”
Stephan G. Stephansson: Andvökur 7
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>