- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
100

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Klóraöi svona hrammur liríða
Hurð? Sinn grun, um slíkt að þýða
Hún þaut framm, og hafði gáð.

“Enginn!” kvað hún. “Upp er lokiö
Að eg fékk, eg sá
Eitthvað þjóta út í rokið,

— Eins og “Trygg” — sem hefði fokið
Vörðumelinn austur á.”

VII.

Ásar undir snjónum
Áfram voru keptir.

Leið, úr Langamónum,

Loksins var þá eftir.

— Beint mót norðan-blindu
Babbi, að húsin fyndu!

Að þeim víga-völlum
Veðra, í hríðargarði,

Skauzt úr áttum öllum,

Undan hverju barði,

Framhjá stapa og stöllum,

Stormur, af sæ og fjöllum.

Þar við ása-enda,

Ingi stóð í spori.

Hvernig heim að lenda?

Hafði í mun og þori.

Hér á móa mótum,

Mjöllina þreifar fótum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0104.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free