- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
133

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þó að hróf það hryndi strax í mola —
Heims-menning er allra þjóða smíði
Reist á háttum lífs í hverju landi,

Landa, sem að hvergi eru samtæk.

Svona er í mínu landi, lagsi,

Líklega sástu vott um þetta heima?”



“Jú. En, það er annað haft hjá okkur
Orðtak, slíkt er nefnt: að vernda frelsið.

Man eg þó, er þegnar vóru í herinn
Þúsundir af okkar múg í Falsborg,
Bæjarstjórinn sagði: Vel það væri,

Við fengjum um stærri mál að hugsa
Held’r en kjörin okkar eigin stéttar.
Ófriðurinn væri heima-blessun.

Svo var annað: aðall vor úr bænum
Innanvígis, fær sér skemtileyfi
Til að aka út að herbúðunum
Okkar, þegar bezt er hlé á slagnum.

Hrósa oss og hjartanlega spyrja,

Hvers við æskjum, alt í té það skuli,

Sem þeir ráði yfir. Okkur hefir
Aldrei hugkvæmst svar. Við kunnum ekki
Við, að særa velvildina þeirra
Vafalausu, og biðja um þessa einu
Gjöf, sem kysum, en þeir geta ei gefið
Guðs-fegnastir: lok á þessu stríði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0137.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free